Netvísir óskar eftir samstarfi við lykilfyrirtæki í ferðaþjónustu á Suðurlandi um þátttöku í Travel Channel South upplýsingakerfinu.

Konseptið er nýtt af nálinni og fer af stað í sumar (2018). Í samstarfinu felst að við setjum upp hjá þér stóran flatskjá, sem birtir hagnýtar upplýsingar til ferðamanna um þína þjónustu.  Gengum samstarfið birtist þín auglýsing einnig hjá 9 öðrum ferðaþjónustuaðilum á Suðurlandi. Við setjum þannig upp samtals 10 skjái á Suðurlandi, sem allir verða tengdir. 

Það sem þú færð er:

  • 50 tommu flatskjár uppsettur í andyri/móttöku þíns fyrirtækis.
  • birting á 20 sek. auglýsingu á fleti 1 (sjá mynd á bakhlið) og mun hún birtast hjá hinum aðilunum í samstarfinu á 15 min fresti, alla daga ársins í heil 5 ár.
  • þínar auglýsingar og kynningar birtast síðan á fleti 2 á myndinni.  Þetta eru innanhússauglýsingar hjá þér og birtast aðeins á þínum skjá. Hér auglýsir þú þínar ferðir og þjónustu, opnunartíma, tilboð og annað nýtilegt fyrir þína gesti. Aðrir aðilar í samstarfinu fá sínar innri auglýsingar birtar á þessum fleti á sínum skjá. 
  • Veðrið, klukkan og nýjustu fréttir birtast einnig á skjánum.
  • Uppsetning flatskjásins og PC-tölvunnar er innifalin í verðinu. Þú útvegar bara nettengingu.

Það sem Netvísir fær eru:

  • auglýsingatekjur af seldum auglýsingum til þriðja aðila.  Við munum bjóða ferðaþjónustuaðilum að auglýsa í kerfinu og geta það verið aðilar eins og bílaleigur, símafyrirtæki, hótel, veitingastaðir, söfn og afþreyingarfyrirtæki. Allt fyrirtæki sem þínir viðskiptavinir hafa áhúga á, og hag af að versla við.

Netvísir á og rekur margmiðlunarhugbúnaðinn sem stýrir skjánum. Hugbúnaðurinn skiptir skjáfletinum í nokkra sjálfstæða fleti sem birta margþættar upplýsingar á sama tíma.

Samstarf innan Travel Channel South gildir í 5 ár, eða til 15. júní 2023.  Að þeim tíma loknum átt þú skjáinn en við tökum tölvuna til baka. Þú getur líka samið við okkur um framhald ef þér sýnist svo.