Við sérhæfum okkur í kynningarskjám fyrir biðstofur, ferðaþjónustuaðila, opinberar stofnanir og aðra þá staði þar sem tekið er á móti viðskiptavinum. Kynningarskjár frá okkur sem birtir hagnýtar upplýsingar fyrir viðskiptavini, getur sparað starfsfólki tíma og fyrirhöfn við að svara algengum spurningum. Einnig geta skjáirnir auglýst vörur og þjónustu (add-on sale) sem viðskiptavinurinn hefði kannski aldrei frétt af.

Hér eru nokkur dæmi:

          Afgreiðsla bílaleigu auglýsir viðbótartryggingar, vegleiðsögutæki og nýjustu rafbílana í flotanum.

          Læknabiðstofa birtir afþreyingarvideó og nýjust fréttir af mbl.is til að stytta sjúklingum biðina.

          Lögfræðistofa kynnir lögmennina sem þar starfa, birtir mynd af þeim og þeirra sérsvið.

          Fasteignasala birtir myndir af nýjum eignum sem komnar eru í sölu.

          Hótel sýnir þjónustu sem veitt er; "happy hour"; opnunartíma veitingastaðarins og vinsæla dagstúra sem eru í boði.

Möguleikarnir eru margir.  Hafðu samband við okkur í síma 893-9702 og fáðu nánari upplýsingar.