Kynningarskjáir fyrir biðstofur og anddyri fyrirtækja og stofnana

Breyttu auðum vegg í öflugan sölumann.  Það er einfaldara en þú heldur.

Hugbúnaðurinn sem við bjóðum stýrir efninu sem birtist á skjánum. Hér erum við að tala um gríðarlega mikla möguleika í stafrænni miðlun.

Svona kynningarskjáir leiða til aukinnar sölu, markvissari upplýsingagjöf og ánægðari viðskiptavina.

 

Á skjánum getur þú t.d. birt:

fréttaborða með nýjustu fréttum af Mbl.is, Vísir.is, Cnn.com eða annarri fréttaveitu

myndir af þínum vörum og þjónustu

upplýsingar um opnunartíma

afþreyfingarefni fyrir viðskiptavini meðan þeir bíða

númerakerfi sem sýnir hver er næstur í röðinni

klukkan, veðrið, auglýsingar frá þínum birgjum og hvaðeina

Við sjáum um uppsetningu skjás og búnaðar sem og reglulega uppfærslu efnis.

Skjárinn er því alltaf lifandi og fjölbreyttur og stuðlar að aukinni sölu og ánægju viðskiptavina.

 

Miklir möguleikar

Við hönnum skjáflötinn

Skjáfletinum er hægt að skipta í nokkra sjálfstæða ramma og hægt er að tímastilla bitingu efnis innan hvers þeirra.  Allt til að upplýsingar skili sér sem best til viðskiptavina.

Svo er hægt að skipta yfir í beinar útsendingar af landsleikjum þegar svo ber undir.

 

Skjáir fyrir veitingastaði

Matseðillinn birtist á nokkrum skjám fyrir ofan afgreiðsluborðið.  Einfalt að breyta texta og verði á máltíðum, setja inn tilboð og hvaðeina.

 

Öflugur hugbúnaður

Við notum hugbúnað frá svissneska fyrirtækinu Navori Labs sem er í fremstu röð í heiminum í stafrænni miðlun.

Það nýjasta frá þeim er að með myndavélarauga þá er hægt að telja fjölda þeirra sem ganga fram hjá skjánum, mæla hversu lengi þeir standa og horfa á skjáinn og jafnvel greina kyn þeirra.

 

Hafðu samband:

Hafðu samband gegnum netfangið 

hafsteinn@netvisir.is

Netvisir ehf.

Hrísmóar 1, 210 Garðabæ

kt. 450106-2160
Sími: 893-9702

 

Hafsteinn G. Einarsson

 

Algengar spurningar

Hvað er stafræn miðlun?

Stafræn miðlun er þegar skjáir eru notaðir til að koma upplýsingum á framfæri, hvort sem það eru auglýsingar eða annað efni. 

Hvernig veitir Netvísir persónulega þjónustu?

Netvísir er lítið og marksækið fyrirtæki, sem einmitt vegna smæðarinnar getur veitt hraða þjónustu, þar sem unnið er náið með viðskiptavininum.

Fylgið þið þjónustunni úr hlaði?

Við skiljum þig ekki eftir munaðarlaus. Við tökum stöðuna á þér reglulega og athugum hvort innihald skjásins sé ekki að skila því sem því er ætlað.

Þjónusta Netvísis vex ef orðspor okkar er gott. Ánægðir viðskiptavinir eru besta auglýsingin.

Þarf að heyrast hljóð frá skjánum?

Ekki frekar en þú vilt. Yfirleitt er texti og myndefni látið duga, svo skjárinn valdi ekki truflun í biðstofum og mótttökum.

Sumir velja að láta heyrast lágt hljóð í útvarpsstöð til að skapa afslappaða stemningu í mótttökunni.

Svo er vinsælt að skipta yfir á landsleiki þegar þeir eru í gangi. Þá getur starfsmaður hækkað hljóðið að vild. 

(English) About Netvísir

Netvisir is a leading digital signage company based in Iceland, specializing in personalized services that transform how businesses communicate with their audience. Our commitment to excellence is reflected in every project, where we blend innovative technology with creative design to deliver customized signage solutions. We understand that each business is unique, which is why we offer tailored services from design to installation and content management. At Netvisir, our focus is on building long-lasting relationships with our clients, ensuring their needs are met with precision and care. Our team of experts is dedicated to providing support and expertise, helping businesses enhance their visual communication and achieve their marketing objectives.