FAQs
Að neðan eru algengar spurningar sem okkur hafa borist:
Hvernig ber ég mig að við að fá kynningarskjá í mótttökuna hjá mér?
Fyrst mætum við til þín, heyrum hvað þig vantar og gefum þér verð í hönnun og uppsetningu. Göngum síðan frá samningi. Síðan mætum við með skjá, skrúfum hann upp, tengjum við net og rafmagn og setjum í gang. Byrjum með einföldu myndefni en förum strax í kjölfarið að ræða hvað hentugast sé að birta á skjánum í framhaldinu.
Hvaða hugbúnað notið þið?
Við notum erlendan hugbúnað sem hefur verið í þróun frá árinu 2012. Hann er einfaldur í notkun þegar þú kannt á hann en flókinn fyrir hina.
Veitingahúsakeðjur erlendis (franchise) nota hann t.d. fyrir alla sína sölustaði. Ef breyta þarf verði á hamborgara á matseðli, þá er nóg fyrir höfuðstöðvarnar að breyta verðinu í hinu miðlæga kerfi og þá uppfærist verðið strax á öllum sölustöðunum.
Þarf ég að kunna á hugbúnaðinn ykkar?
Nei, við sjáum um þá hlið málanna að setja inn myndefnið, tímastilla það fyrir birtingu og láta allt lúkka vel. Þú og þitt starfsfólk þarf því ekki að læra á kerfið. Við viljum hafa þetta einfalt.
Er hægt að vera með myndbönd á svona skjám?
Já, kerfið okkar tekur bæði ljósmyndir og myndbönd. Hægt er að stýra því hversu lengi ljósmynd lifir á skjánum, hversu oft hún birstist og í hvaða röð. Möguleikarnir eru fjölmargir.
Ein biðstofa í Reykjavík óskaði eftir að birta grín-myndbönd með falinni myndavél. Við fundum slíkt myndbönd einfaldlega á Youtube og settum í birtingu. Vakti mikla ánægju og stytti tíma þeirra sem lengi þurftu að bíða á biðstofunni. Starfsfólk hafði orð á því að oft heyrðist fólk skellihlæja á biðstofunni.
Er hægt að tengja númerakerfi á skjáinn?
Já, það er hægt. Allir möguleikar í boði hér. Skjárinn getur birt næsta afgreiðslunúmer sem komið er að og líka til hvaða þjónustufulltrúa viðskiptavinurinn á að fara.
Þarf skjárinn að vera nettengdur?
Já, við gerum kröfu um nettengingu. Þannig getum við hjá Netvísi uppfært efni á skjánum gegnum netið. Sparar tíma og fyrirhöfn.
Einnig er algengt að rauntímaupplýsingar birtist á svona skjám. Dæmi um það er fréttaborði sem rúllar nýjustu fréttum yfir skjáinn. Það er fátt sem fólki finnst meira athyglisvert að lesa en einmitt nýjustu fréttir. Af þeirri ástæðu þarf skjárinn að vera tengdur við netið.
Create Your Own Website With Webador