Þjónustan

Við leggjum metnað í að hanna stafræna lausn sem hentar þínu fyrirtæki.

Anddyri, biðstofur og móttökur eru oft fyrsti snertiflötur viðskiptavina við þig.  Vel hannað myndefni

á kynningarskjá getur svarað algengum spurningum viðskiptavina, sem aftur léttir álagi af starfsmönnum

sem svara sömu spurningunum oft á dag.

Góð kynning á þeirri þjónustu sem veitt er ýtir undir viðbótarsölu, því meðan viðskiptavinur bíður á biðstofu

er skjárinn að selja honum þjónustu sem hann vissi kannski ekki að væri í boði. 

 

Það er auðvelt er að fara í ELKO og kaupa 50 tommu 4K flatskjá á 100.000 kr.  En svo gleymist að huga að efninu sem skjárinn á að birta.  Menn enda oft á nokkrum PowerPoint glærum sem látnar eru rúlla mánuð eftir mánuð.  En slíkt virkar neikvætt á viðskiptavini. 

Efnið sem birtist er aðalatriðið, ekki skjárinn sem slíkur.

 

Við hjá Netvísi viljum vinna með þér og tryggja að gagnvirkt efni, sem hefur upplýsingagildi birtist á skjánum.

Við viljum hanna efnið í samvinnu við þig. Regluleg uppfærsla efnis er nauðsynleg.

Ertu tilbúinn til að hanna þína stafrænu lausn?